Tryggðu farsímann þinn,

Tryggðu farsímann þinn,...það er betra að vera viss!

Farsímatrygging Viss er einföld en víðtæk trygging og er til sölu hjá Nova, Símanum, Macland og Tölvutek. Tryggingin bætir tjón á farsímum sem kann að verða vegna óhappa eða slysa. Tryggingin bætir einnig þjófnað á farsímum. Skilmálarnir eru einfaldir og má nálgast hér að neðan. Þar má líka finna svör við helstu spurningum um trygginguna.

Ef ekki er hægt að kaupa tryggingu á farsímann þar sem hann er keyptur getur þú alltaf skotist með hann til okkar í Ármúla 7. Skilyrðið er að innan við 30 dagar eru liðnir frá kaupum á símanum og þú framvísar kvittun því til staðfestingar. Við tryggjum svo símann að undangenginni skoðun.

Ef að síminn verður fyrir tjóni þá tilkynnirðu tjónið á www.viss.is og kemur með símann til okkar í Ármúla 7.

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. er vátryggjandi farsímatryggingar Viss. Viss veitir tjóna- og greiðsluþjónustu vegna tryggingarinnar.

Tegund tryggingar* Silfur Gull Platinum Demants
Iðgjöld á mánuði 699 kr. 1.199 kr. 1.599 kr. 1.899 kr.
Ársiðgjald 8.388 kr. 14.388 kr. 19.188 kr. 22.788 kr.
Sjálfsábyrgð 10.000 kr. 12.500 kr. 15.000 kr. 19.500 kr.
* Skv. viðmiðunarverðskrá Viss

Hvað er bætt?

Brotinn skjár

Rakaskemmdir

Þjófnaður

Höggskemmdir

Og við lánum þér síma á meðan viðgerð fer fram

  • Brotinn Skjár - Viss.is
  • Rakaskemmdir - Viss.is
  • Þjófnaður - Viss.is

Viss áhætta

Tjón er ekki bætt ef þú skemmir farsímann vísvitandi

Tjón er ekki bætt ef þú týnir símanum

Sjálfsábyrgð 10.000 kr. til 19.500 kr

Við bætum síma með viðgerð eða sambærilegum síma