Hér tilkynnir þú tjón á farsíma tryggðum með Viss farsímatryggingu og getur verið viss um að við svörum þér fljótt og vel.

Tryggðu Farsímann Þinn - Viss.is

Tryggðu farsímann þinn,...það er betra að vera viss!

Tjón og þjófnaður á farsímum er algengari en þig grunar. Skilmálar farsímatryggingar Viss eru einfaldir og tryggingin bætir tjón, sem er skyndilegt og ófyrirséð. Lang stærstur hluti tjóna á farsímum er brotinn skjár, rakaskemmdir eða þjófnaður.

Trygging Viss er með lágri sjálfsábyrgð og við lánum síma á meðan viðgerð fer fram á tryggðum símum.

Sjóvá er vátryggjandi farsímatryggingar Viss. Viss sér um greiðslu- og tjónaþjónustu.

Mundu eftir að biðja um farsímatryggingu Viss næst þegar þú kaupir síma. Hún kostar frá kr. 699 á mánuði og fæst hjá Nova, Símanum, Vodafone, Epli, Eldhafi og Maclandi. Svo er alltaf hægt að koma til okkar í Ármúla 7.

nánar

Þetta er svona einfalt

 • image description 1

  Þú tilkynnir tjónið

 • image description 2

  Við metum það

 • image description 3

  Við gerum við símann

 • image description 4

  Þú nærð í hann

...og við lánum þér síma ef þú ert með Viss farsímatryggingu!
Við gerum við,

Við gerum við,...og þú kemst aftur í samband

Viss sérhæfir sig í viðgerðum og útskiptum á snjallsímum og spjaldtölvum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og tryggingafélög. Starfsmenn okkar búa yfir mikilli þekkingu og starfsreynslu sem tryggir örugga viðgerð og faglegt viðmót. Hjá Viss er lögð áhersla á góða og persónulega þjónustu á hagstæðu verði.

nánar

Um Viss

Viss býður tryggingar fyrir farsíma og er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á farsímatryggingar með lágri sjálfsábyrgð og víðtækri tryggingavernd.

Sjóvá er samstarfsaðili Viss og er vátryggjandinn. Viss sér hins vegar um tjónauppgjör, viðgerðarþjónustu og innheimtu iðgjalda.

Viss rekur einnig verkstæði fyrir farsíma og veitir þannig íslenskum tryggingafélögum, viðskiptavinum þeirra og farsímanotendum viðgerðarþjónustu og aðstoð við útskipti á skemmdum farsímum.

Viss er einnig viðurkenndur þjónustuaðili Apple á Íslandi sem gerir okkur kleift að þjónusta allar Apple vörur í þeirra nafni.

Hafðu samband