Tjón og þjófnaður á farsímum er algengari en þig grunar. Skilmálar farsímatryggingar Viss eru einfaldir og tryggingin bætir tjón, sem er skyndilegt og ófyrirséð. Lang stærstur hluti tjóna á farsímum er brotinn skjár, rakaskemmdir eða þjófnaður.
Trygging Viss er með lágri sjálfsábyrgð og við lánum síma á meðan viðgerð fer fram á tryggðum símum.
Sjóvá er vátryggjandi farsímatryggingar Viss. Viss sér um greiðslu- og tjónaþjónustu.
Mundu eftir að biðja um farsímatryggingu Viss næst þegar þú kaupir síma. Hún kostar frá kr. 699 á mánuði og fæst hjá Nova, Símanum, Vodafone, Epli, Eldhafi og Maclandi. Svo er alltaf hægt að koma til okkar í Ármúla 7.