FarsímaleigaÖruggt, ódýrt og áhyggjulaust samband

Í fyrsta skipti á Íslandi býður VISS upp á farsímaleigu fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Farsímaleiga hefur verið þekkt stærð erlendis í þónokkurn tíma og er nú loksins í boði fyrir Íslenska neytendur með tilkomu Farsímaleigu VISS.

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

 • Viðskiptavinur velur sér tæki sem í boði er að leigja
 • Í kjölfarið er gerður leigusamningur í 18 eða 24 mánuði með föstum mánaðarlegum greiðslum
 • Hægt er að leigja allt að 10 tæki á sömu kennitölu
 • Eftir að leigutíma lýkur hefur viðkomandi 5 virka daga til að skila tækinu í höfuðstöðvar VISS

Afhverju að leigja?

 • Innifalið í leigunni er farsímatrygging Viss sem bætir, þjófnað, högg og rakaskemmdir (nánar um trygginguna má lesa hér)
 • Ódýrara er að leigja tæki en að raðgreiða það ásamt tryggingu
 • Tækið er í ábyrgð allan leigutímann
 • Öll þjónusta við tækið er á einum stað
 • Leigutaki verður aldrei símalaus á leigutímanum þar sem viðskiptavinum er lánað tæki lendi þeir í tjóni eða upp koma ábyrgðarmál
 • VISS afritar gögn á milli tækja hjá viðskiptavinum þeim að kostnaðarlausu komi til útskipta eða viðgerðar á tækjum.

Hægt er að leigja símtæki í öllum verslunum Símans

Kannaðu hvernig dæmið gæti litið út fyrir þig

Athygli er vakinn á því að fylla þarf út verð dálkinn sem birtist í reiknivélinni hér að neðan. Verð símtækja má nálgast á vefsíðu Símans siminn.is

 

Hefur þú eða þitt fyrirtæki áhuga á að leigja símtæki?

Hafðu samband hér að neðan og við kynnum fyrir þér þær leiðir sem í boði eru.

Smáaletrið:

 • Ef tækinu er ekki skilað innan við 5 daga frá því að leigusamningur klárast fær viðkomandi sendan greiðsluseðil í heimabanka fyrir 20% af heildarvirði tækisins þegar það var upphaflega leigt.
 • Sömu tryggingaskilmálar gilda um trygginguna sem innifalin er í leigusamningunum og í farsímatryggingum VISS.  Finna má skilmálana hér.